Grafísku hönnuðirnir Helga Dögg Ólafsdóttir og Björn Þór Björnsson gengu í hjónaband á ströndinni við Patreksfjörð fyrr í sumar. Alma Mjöll Ólafsdóttir, tvíburasystir Helgu, gaf þau Björn saman í fullkominni athöfn. Helga og Björn voru búin að gera tvær tilraunir til að gifta sig en þurftu að fresta vegna veirunnar.