Níu ára óperusöngkona slær rækilega í gegn Hin níu ára gamla Victory Brinker sló heldur betur í gegn í hæfileikakeppninni America’s Got Talent með mögnuðum óperusöng. Skjáskot út myndbandi Stjörnurnar halda áfram að skjótast fram í sviðsljósið og er sú allra nýjasta ansi mögnuð. Hún er engin önnur en hin níu ára gamla Victory Brinker sem vakti heldur betur athygli áhorfenda fyrir stórkostlegan óperusöng í hæfileikakeppninni America's Got Talent. Þar gerði hún sér lítið fyrir og fékk hvorki meira né minna en þrjá gullna hnappa (Golden buzzers) frá dómurum, sem er það mesta sem keppandi getur fengið, og komst þar með beint í úrslitin.