Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra Íslands í Ósló, er sveitabarn úr Borgarfirðinum sem ætlaði að verða íþróttaþjálfari áður en utanríkisþjónustan seiddi hana til sín. Ingibjörg kallar ekki allt ömmu sína, fyrrverandi spjótkastari sem leggur stund á sjósund, hlaup, gítarleik og prjónaskap. Hún sagði Morgunblaðinu af lífi sendimanna lýðveldisins ytra.